Skip to content Skip to footer

53. fundur

  1. fundur stjórnar Háskólafélags Suðurlands haldinn 29. janúar 2015 í Fjölheimum.

Mættir eftirtaldir stjórnarmenn: Dagný Magnúsdóttir, Rögnvaldur Ólafsson, Steingerður Hreinsdóttir, Sveinn Aðalsteinsson, Örlygur Karlsson. Einnig sátu fundinn: Sigurður Sigursveinsson framkvæmdastjóri HfSu, Hrafnkell Guðnason og Ingunn Jónsdóttir verkefnastjórar. Helga Þorbergsdóttir var í skypesambandi, hún ritaði fundargerð.

Fundargerð 52. stjórnarfundar samþykkt og undirrituð.

Starf félagsins í upphafi árs:

a) Ingunn fór yfir starf á matvælabrú. Sjö nemendur hafa stundað þar nám og eru nú að undirbúa lokaverkefni sín. Áætlað er að útskrift verði í apríl eða byrjun maí. Mikil ánægja er með námið og áform eru um framhald og frekari þróun þess.

Ingunn gerði einnig grein fyrir starfi á ferðamálabrú. Undirbúningur að umsókn um Erasmus+ styrk er vel á veg kominn. Gert er ráð fyrir að samstarfsaðilar verði ferðamálaskólar í Skotlandi, á Spáni og í Svíþjóð, auk ýmissa innlendra aðila. Stefnan er að þróa ferðamálabrúna í nám með áherslu á nýsköpun. Áhersla er lögð á að ferðamálabrúin ná vel um allt starfssvæði Háskólafélagsins.

b) Sigurður sagði frá ákvörðun HA um að hverfa frá fjarfundakennslu í hjúkrunarfræði frá og með innritun nýnema haustið 2015.

c) Sigurður ræddi Erasmus samstarfsverkefnið Partnership for geo- education. Markmið þess verkefnis er að efla skilning almennings á náttúrunni, Háskólafélagið er aðili að samstarfinu.

d) Starfsemi HfSu í Skaftafellssýslum. Árni Rúnar Þorvaldsson lét af störfum verkefnastjóra um sl. áramót. Fjármögnun þessa starfs hefur komið úr sóknaráætlun Suðurlands og er enn ekki tryggð nema til skamms tíma. Áslaug Einarsdóttir var ráðin í hálfa stöðu í Vík. Ólafía Jakobsdóttir tekur að sér umsýslu með verkefnum á Kirkjubæjarklaustri. Unnið er að því að þróa starfið í Austur-Skaftafellssýslu og laga það að starfseminni í Þekkingarsetri Nýheima.

Stefnumótun félagsins til lengri tíma. Hrafnkell fór yfir hugmyndir um hvernig stefnumótunin verði kynnt á heimasíðu félagsins. Á þeim vettvangi verði jafnframt aðgengilegar upplýsingar um framvindu og árangur starfsins.Ráðuneyti menntamála óskaði eftir að unnin yrði SVÓT og PESTLE greining á starfi Háskólafélagsins. Hrafnkell kynnti skjal sem sent var ráðuneytinu þar að lútandi.

Sigurður fór yfir rekstur HfSu, kostnað við rekstur Fjölheima og hvernig þeim rekstrarkostnaði er skipt.

Önnur mál:

a) Samþykkt að uppfæra og kynna vel heimasíðu félagsins. Ingunn stýrir þeirri vinnu.

b) Næsta hefti Dynskóga, héraðsrits V-Skaftfellinga, verður helgað umfjöllun um Brunasand. Ráðstefna í tengslum við þá útgáfu verður haldinn í Þjóðminjasafninu þann 11. apríl n.k.

c) Ráðstefna um stöðu þekkingarsetra er fyrirhuguð í Kirkjubæjarstofu í apríl.

d) Á degi umhverfisins þann 25. apríl er áformað að halda ráðstefnu í Kötlusetri. Umfjöllunarefnið verður sandur, frá ýmsum sjónarhólum.

e) Ráðning framkvæmdastjóra Kötlu jarðvangs. Tuttugu og tvær umsóknir bárust, ein var dregin til baka. Brynja Davíðsdóttir náttúru- og umhverfisfræðingur var valin til starfans úr hópi fjölda hæfra umsækjenda.