- fundur stjórnar Háskólafélags Suðurlands ehf 4. maí 2015 kl. 10:30-15
Mætt: Steingerður, Sveinn (sem ritaði fundargerð), Dagný, Örlygur, Rögnvaldur, Kristín (fjarfundi). Auk þess sitja fundinn Sigurður, og þau Ingunn og Hrafnkell fyrir hádegishlé.
Forföll: Helga
- Fundargerð síðasta fundar undirrituð
- Ársreikningur 2015, Einar Sveinbjörnsson KPMG kynnir. Ársreikningur samþykktur með tilteknum breytingum sem varða endurgreiðslu á kostnaði frá Fræðslunetinu. Umræður um rekstraráætlun félagsins fyrir 2015. Óvissa um fjármögnun vissra liða, málin í skoðun.
- Heimasíða félagsins. Ingunn kynnti drög. Reiknað með að síðan fari í loftið ekki síðar en 1. júlí.
- Stefnt að námskynningu félagsins þ. 19. maí í Fjölheimum, fulltrúar háskóla mæta.
- Stefnt að nýrri matvælabrú næsta haust. Kynning verður á verkefnum núverandi nemenda síðar á fundinum.
- Umsókn í Erasmus+ í GeoEducation var send inn í samstarfi við University of Highlands and Islands og University of Malaga, von er á svari í júní nk. Ef vel gengur er gert ráð fyrir byggja upp nám (ferðamálabrú) á vinnu verkefnisins þannig að kennsla hefjist hér haustið 2016.
Matarhlé
7. Rekstraráætlun og starfsáætlun HfSu 2015 lögð fram og samþykkt.
8. Lagt fram minnisblað um leigumál FnS og HfSu sem sent hefur verið til SASS.
9. Tillaga að skipan stjórnar á aðalfundi. Rætt um mögulega stjórnarmenn í stað Örlygs og Steingerðar. Sigurði falið að hafa samband við mögulega nýja stjórnarmenn til kjörs á aðalfundi.
10. Dagsetning og dagskrá aðalfundar: 20 maí kl. 14-16, Ingunn/Hrafnkell fengin til að halda stutt erindi um matvælabrúna.
11. Önnur mál. Umræða um launamál starfsmanna.
Fundi slitið kl. 13.50
Kl. 14 Kynning á lokaverkefnum nemenda á matvælabrúnni.
Kl. 15 Kaffiveitingar