6. fundur stjórnar Háskólafélags Suðurlands ehf. haldinn þann 10.04. 2008 kl. 16.00 í húsnæði Jarðaskjálftamiðstöðvar HÍ að Austurvegi 2 Selfossi kl. 15.
Mætt: Ágúst Sigurðsson, Elín Björg Jónsdóttir, Helga Þorbergsdóttir Rögnvaldur Ólafsson, Steingerður Hreinsdóttir og Sveinn Aðalsteinsson
Forföll: Örlygur Karlsson
Fundargerð ritaði Helga Þorbergsdóttir
Dr. Ragnar Sigbjörnsson forstöðumaður miðstöðvarinnar og dr. Benedikt Halldórsson tóku á móti stjórninni og kynntu starfsemi hennar, hugmyndafræði og aðstöðu. Í máli þeirra kom m.a fram að miðstöðin tók til starfa á Selfossi árið 1997. Forstöðumaður lýsti mikilli ánægju með aðstöðu og sagði stofnunina komna til að vera og að henni yxi ásmegin.
Innan vébanda hennar fer fram öflug starfsemi og eru meðal viðfangsefna; rannsóknar- og þróunarstarf, þjónusta og ráðgjöf, miðlun og þjálfun (kennsla) og alþjóðleg samvinna. Almennt má segja að starfsemin beinist að náttúrunni og umhverfistengdum áhrifum.
Forstöðumaður lagði áherslu á mikilvægi góðrar samvinnu við aðila í héraði. Í máli hans kom einnig fram að innan Jarðskjálftamiðstöðvarinnar er mikill áhugi á hugmyndum um öndvegissetur og rannsókanarklasa og aðspurður taldi hann að í því sambandi gæti samvinna við aðra aðila verið góður kostur.
Eftir greinargóða yfirferð og allnokkrar umræður hófst fundur stjórnar kl. 17:50.
1. Fundargerð síðasta fundar lögð fram samþykkt og undirrituð.
2. Steingerður hafði sent stjórnarmönnum ábendingu um Markáætlun Rannís á sviði vísinda og tækni 2009-2015 – um öndvegissetur og rannsóknaklasa.
Stjórnarmenn eru sammála um að meðal þeirra áforma um uppbyggingu og starfsemi sem ræddar hafa verið innan stjórnar Háskólafélags Suðurlands séu hugmyndir sem eigi fullt erindi og rími vel við markáætlun Rannís. Samþykkt að vinna að undirbúningi umsóknar í samvinnu við þá aðila innan héraðs sem nú þegar stunda vísinda og fræðastörf á Háskólastigum, með það í huga að útvíkka og efla þá starfsemi. Þessir aðilar eru; Reykir í Ölfusi, Jarðskjálftamiðstöð H.Í. Selfossi, Háskólasetrið að Laugarvatni, Landgræðsla ríkisins að Gunnarsholti og Kirkjubæjarstofa á Kirkjubæjarklaustri. Steingerður hefur samband við þá sem í forsvari standa fyrir áðurnefndar stofnanir og kannar áhuga á þessari nálgun. Sýni þær áhuga er áætlað að halda næsta fund í Gunnarsholti, ásamt fulltrúum fyrrnefndra stofnana, þann 25. apríl n.k. .
Mánudaginn 14. apríl n.k. standa Rannís og Impra fyrir kynningu á markáætluninni og munu fulltrúar frá stjórn félagsins mæta þar til að afla frekari upplýsinga.
3. Í gegnum tíðina hefur verið mikil umræða á Suðurlandi, t.d. á vettangi SASS, um nauðsyn þess að efla háskólastarfsemi í fjórðungnum. Fyrir Alþingi liggur nú tillaga til þingsályktunar um stofnun háskólaseturs á Selfossi og þar m.a vísað til áðurnefndra ályktana SASS. Nú hafa sveitarfélögin á Suðurlandi tekið það frumkvæði að beita sér fyrir stofnun Háskólafélags Suðurlands ehf. og lagt í það stofnfé, með það að markmiði að efla háskólamenntun og auka aðgengi almennings að henni enda sé það eitt brýnasta hagsmunamál landshlutans alls. Nokkur umræða hefur verið innan stjórnar Háskólafélags Suðurlands um stöðu mála og mikilvægi þess að sameina krafta. Jafnframt hefur verið litið til þess sem gerst hefur í öðrum landsfjórðungum og aðkomu ríkisvaldsins að því. Í framhaldi af þeirri umræðu og um það beðinn leggur Rögnvaldur Ólafsson fram punkta til umhugsunar og umræðu. Megininnihald þeirra punkta er að: Efnt verði til samræmdar heildarsóknar til eflingar rannsókna og menntunar á svæðinu. Unnið verði að því að þekkingarsetur á Suðurlandi, sniðið að aðstæðum í héraði, fái fjárveitingu frá Menntamálaráðuneyti til samræmis við það sem gerst hefur í öðrum fjórðungum. 15-25 milljónir á ári til 5 ára. Áhersla á uppbyggingu í öllum fjórðungnum og ekki síst á þeim stöðum sem helst eiga undir högg að sækja.
Á síðasta fundi voru lögð fram drög að samningi milli FnS og Háskólafélagsins í samræmi við samþykkt frá fundi þann 10. 03.08
Drögin rædd en þau ekki afgreidd með formlegum hætti.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19:30