- fundur stjórnar Háskólafélags Suðurlands haldinn 27.10. 2016 kl. 13-15:30 í Fjölheimum. Allir stjórnarmenn voru mættir; Dagný Magnúsdóttir, Helga Þorbergsdóttir, Kristín Hermannsdóttir, Olga Lísa Garðarsdóttir, Rögnvaldur Ólafsson, Sigurður Þór Sigurðsson og Sveinn Aðalsteinsson, auk framkvæmdastjóra sem ritaði fundargerð.
Formaður setti fund, bauð fundarmenn velkomna og síðan var gengið til fyrirliggjandi dagskrár.
- Fundargerð 61. fundar samþykkt með undirritun.
- Staðan í sameiningarmálum við Fræðslunetið. Bókun stjórnar Fræðslunetsins rædd. Stjórnin felur formanni og framkvæmdastjóra að taka saman greinargerð um þá kosti og þau tækifæri sem sameining félaganna geti falið í sér.
- Könnun á eftirspurn eftir háskólanámi á Suðurlandi.
Fyrir liggur tilboð frá Félagsvísindastofnun til SASS, HÍ og HfSu. Stjórnin samþykkir það fyrir sitt leyti en málið er til frekari skoðunar hjá HÍ og SASS.
- Störf starfshóps um svæðið frá Markarfljóti að Öræfum.
Helga Þorbergsdóttir greindi frá störfum hópsins en hann hefur enn ekki lokið störfum. Eigi að síður liggur fyrir undirrituð viljayfirlýsing forsætisráðherra um 20 mkr framlag á ári til Kötlu jarðvangs úr ríkissjóði næstu fimm árin, með fyrirvara um samþykki Alþings. Fulltrúar félagsins í starfshópnum hafa m.a. komið þeim ábendingum á framfæri í vinnu starfshópsins að tímabundin framlög á fjárlögum til félagsins og Fræðslunetsins verði gerð varanleg.
- Málefni Kötlu jarðvangs og aðkoma HfSu að þeim.
Stjórn félagsins býður stjórn Kötlu jarðvangs að félagið fjármagni áfram á næsta ári kostnað við að starfsmaður félagsins sæki samstarfsfundi jarðvangsins erlendis.
- Erlend samstarfsverkefni félagsins.
Framkvæmdastjóri greindi frá því að verkefninu um Geo education (jarðmenntun) væri lokið. Skýrsla um verkefnið verður gefin út á fimm tungumálum, m.a. á íslensku. Á fundinum kom fram sú tillaga frá formanni að hugtakið geosite yrði þýtt sem jarðvætti. Verkefnið um þróun náms fyrir ferðaþjónustuna er í fullum gangi og eru verkefnastjóri, kennarar og nemendur nú í kynnis- og námsferð í Malaga á Spáni.
- Tilboð um gerð kynningarefnis fyrir félagið.
Borist hefur tilboð frá fyrirtækinu Borgar Ímynd um gerð kynningar- og ímyndabæklings fyrir félagið, því að kostnaðarlausu. Samþykkt að huga nánar að væntanlegum markhópi í þessu sambandi og taka ákvörðun í framhaldi af því.
- Önnur mál
- Málefni Fjölheima.
Félagið hefur sent Árborg erindi um að fá efri hæð í elsta hluta til afnota.
- Skólasókn og menntunarstig á Suðurlandi, gögn til kynningar.
Áberandi lægst skólasókn tvítugra á Suðurlandi og Suðurnesjum. Framkvæmdastjóra falið að rýna þessi gögn nánar. Formaður mun fara yfir sambærileg gögn frá undirbúningsvinnu við stofnun HfSu 2007 og senda framkvæmdastjóra til skoðunar.
- Fuglaathugunarstöð Suðausturlands.
Kristín kynnti málið. Félagið mun fá formlegt erindi til afgreiðslu.