- fundur Háskólafélags Suðurlands, fjarfundur haldinn þann 05.05.2020 kl. 13.
Fundinn sátu eftirtaldir stjórnarmenn: Dagný Magnúsdóttir, Helga Þorbergsdóttir, Kristín Hermannsdóttir, Olga Lísa Garðarsdóttir, Rögnvaldur Ólafsson, Sigurður Þór Sigurðsson og Sveinn Aðalsteinsson. Einnig sat Sigurður Sigursveinsson framkvæmdastjóri fundinn.
(Helga Þorbergsdóttir ritaði fundargerð)
- Fundargerð 76. fundar rædd og samþykkt.
- Kynning KPMG á ársreikningi HfSu fyrir árið 2019. Auðunn Guðjónsson og Arnar Leó Gunnarsson fóru yfir reikninginn lið fyrir lið. Reikningurinn ræddur og samþykktur. Stjórnarmenn og framkvæmdastjóri staðfestu samþykki sitt á rafrænan hátt.
- Sigurður Sigursveinsson gerði grein fyrir áhrifum Covid 19 faraldursins á starfsemi Háskólafélagsins, það sem af er ári. Í máli hans kom fram nokkur röskun hefur orðið á starfseminni og áætlaðar tapaðar tekjur vegna lokunar nema 1,4 milljónum króna.
Undir þessum lið var rætt um fjárhag félagsins og starfsmannahald.
- Samþykkt að aðalfundur félagsins verði haldinn í lok maí 2020 og verði fjarfundur. Framkvæmdastjóra falið að undirbúa fundinn. Jafnframt stefnt að staðfundi stjórnar í júní nk.
Fleira ekki gert og fundi slitið