Fundargerðir

8. fundur

8. fundur stjórnar Háskólafélags Suðurlands ehf. haldinn þann 07.05.08 kl.15 Að Austurvegi 56 Selfossi

Mætt: Elín Björg Jónsdóttir, Helga Þorbergsdóttir Rögnvaldur Ólafsson, Steingerður Hreinsdóttir, Sveinn Aðalsteinsson og Örlygur Karlsson.

Forföll: Ágúst Sigurðsson.

Fundargerð ritaði Helga Þorbergsdóttir

1. Fundargerð síðasta fundar lögð fram samþykkt og undirrituð.

2. Steingerður gerði grein fyrir stöðu fjármála.

3. Verkefnastjórnun. Ákveðið að í stað þess að ráða einn starfsmann til þriggja mánaða eins og rætt var á síðasta fundi er ákveðið, í ljósi verkefnastöðu, að fleiri til þess bærir aðilar verði fengnir til að vinna að framgangi tiltekinna mála. Þetta verði gert á grundvelli samninga um verktöku.

4. Á síðasta fundi var rætt um möguleika á því að Háskólafélagið standi að átaksverkefni í eystri hluta fjórðungsins með því að standa að tímabundinni ráðningu starfsmanns á þeim svæðum sem ekki hefur verið uppbygging í háskólatengdri starfsemi. Að höfðu samráði við forsvarsmenn í þremur austustu hreppum Suðurlands liggja fyrir drög að tillögu um átaksverkefni um uppbyggingu á háskólastarfsemi milli Markarfljóts og Skeiðarársands. Markmið verkefnisins verði að undirbúa uppbyggingu háskólatengdrar starfsemi á Skógum og í Vík og renna fleiri stoðum undir starfsemi Kirkjubæjarstofu á grundvelli hugmynda heimamanna. Þetta verði gert í þeim tilgangi að auka fjölbreytni í atvinnulífi á austasta hluta Suðurlands, styrkja grunnrannsóknir á viðkomandi fræða sviðum og miðla upplýsingum.

Samþykkt að Hákólafélagið hafi forgöngu um að farið verði í slíkt átaksverkefni og leggi til verkefnisins allt að 2,5 milljónir króna og að verkefnið standi í allt að 12 mánuði. Samþykkt að sækja til Vaxtarsamnings Suðurlands um mótframlag. Jafnframt rímar verkefnið vel við áform Háskólafélagsins um að; „efnt verði til samræmdrar heildarsóknar til eflingar rannsókna og menntunar á svæðinu. Unnið verði að því að þekkingarsetur á Suðurlandi, sniðið að aðstæðum í héraði, fái fjárveitingu frá Menntamálaráðuneyti til samræmis við það sem gerst hefur í öðrum fjórðungum. 15-25 milljónir króna á ári til 5 ára. Áhersla verði á uppbyggingu í öllum fjórðungnum og ekki síst á þeim stöðum sem helst eiga undir högg að sækja.“ (úr fundargerð 7. fundar)

Viðkomandi sveitarfélög munu leggja fram húsnæði og aðstöðu fyrir starfsmanninn. Rögnvaldur Ólafsson verður fulltrúi Háskólafélagsins í væntanlegri verkefnisstjórn sem einnig verður skipuð fulltrúum frá sveitarfélögunum eða viðkomandi stofnunum.

5. Sveinn gerði grein fyrir stöðu mála við undirbúning rannsóknarklasa og vinnu við umsókn til Rannís, skilafrestur er 13. maí n.k. málið rætt.

6. Önnur mál.

A. Kynning á Háskólafélaginu og starfsemi þess.

Samþykkt að sækja um lénið hfsu.is (HfSu). Steingerði falið að leita hagstæðra leiða til að stofna heimasíðu fyrir félagið og sjá til þess að hún verði stofnuð. Samþykkt að kynna Háskólafélagið og þau verk sem þar hafa verið unnin frá því í janúar s.l. ásamt framtíðarsýn, fyrir þingmönnum Suðurlands o.fl. Jafnframt að upplýsa sveitarstjórnarmenn í fjórðungnum um stöðu mála. Fjárlaganefnd verður sent erindi frá félaginu og fulltrúar frá stjórn munu óska eftir fundi með lykilmönnum í Menntamálaráðneyti.

B. Sveinn upplýsti að fulltrúar frá Háskólanum í Chester á Englandi væru væntanlegir til landsins og að þeir óskuðu eftir samvinnu við Hf.Su um að halda alþjóðlega ráðstefnu um nýsköpun í landshlutaþróun vorið 2009. Áformað að hitta þá 18. eða 19. júní n.k.

C. Steingerður greindi frá fundi sem hún sótti þar sem Norræna nýsköpunarmiðstöðin var kynnt. Stjórnin mun kynna sér upplýsingar um starfsemi miðstöðvarinnar m.t.t. mögulegra tækifæra á þeim vettvangi.

Næsti fundur ákveðinn kl. 17 þann 19.maí n.k að Reykjum í Ölfusi

Fundi slitið kl. 17:35