Fundargerðir

9. fundur

9. fundur stjórnar Háskólafélags Suðurlands ehf. haldinn þann 19.05.08 kl.17 að Reykjum í Ölfusi

Mætt: Ágúst Sigurðsson. Helga Þorbergsdóttir Rögnvaldur Ólafsson, Steingerður Hreinsdóttir, Sveinn Aðalsteinsson og Örlygur Karlsson.

Forföll: Elín Björg Jónsdóttir,

Fundargerð ritaði Helga Þorbergsdóttir

Ágúst Sigurðsson rektor Landbúnaðarháskóla Íslands bauð stjórnarmenn velkomna að Reykjum og rakti í stuttu máli starfsemina að Reykjum og framtíðaráform. Í máli hans kom m.a. fram að áformað er að efla starfsemina að Reykjum.

1. Fundargerð síðasta fundar hafði ekki borist öllum stjórnarmönnum í tölvupósti. Endanlegri afgreiðslu hennar því frestað til næsta fundar.

2. Staða kynningarmála.

A. Steingerður gerði grein fyrir undirbúningsvinnu við gerð vefsíðu fyrir Háskólafélagið, henni falið að ganga frá málinu.

B. Háskólafélagið hefur tryggt sér lénið hfsu.is.

C. Á síðasta fundi stjórnar var samþykkt að senda Fjárlaganefnd Alþingis erindi. Nú hefur komið í ljós að Fjárlaganefnd mun heimsækja Árnes- og Rangárvallasýslur 9. 10. og 11. júní n.k. Helgu falið að hafa samband við formann fjárlaganefndar og óska eftir fundi stjórnar með nefndinni, þar sem Háskólafélagið verði kynnt. Í framhaldi verði nefndinni sent formlegt erindi.

3. Verkefnastjórnun. Steingerður hefur rætt við Ingibjörgu Þórhallsdóttur og Sigurð Sigursveinsson um möguleika á að þau taki að sér verkefni fyrir Háskólafélagið. Bæði tóku þau vel í erindið, Steingerði falið að semja við Ingibjörgu um að hún taki að sér að undirbúa og koma á laggirnar, í samvinnu við stjórn félagsins, Þekkingarsetri á Suðurlandi. Steingerður mun einnig kanna hvort Sigurður hefur tök á að vinna verkefni í tengslum við samvinnu og/ eða samþættingu Fræðslunets Suðurlands og Háskólafélagsins. Jafnframt að opna möguleika á fjölbreyttara háskólanámi í fjórðungnum.

4. Átaksverkefni. Áformað að kalla til fundar forsvarsmenn sveitarfélaga og stofnana í austasta hluta fjórðungsins sem koma munu að átaksverkefni frá Markarfljóti að Lómagnúpi.

Gert er ráð fyrir að fundurinn verði haldinn að Skógum þann 26. júní n.k. Steingerði falið að hafa samband við viðkomandi aðila og koma fundinum á.

5. Rannsóknarklasi. Sveinn Aðalsteinsson gerði grein fyrir vinnu við umsókn til RANNÍS vegna rannsóknarklasa. Í framhaldi af þeirri vinnu er stefnt að málþingi viðkomandi aðila og fleiri um landnýtingu, landnotkun og lýðheilsu um miðjan október. Sveinn mun f.h. Háskólafélagsins vinna að undirbúningi þess þings.

Næsti fundur ákveðinn 9. júní n.k. í tengslum við væntanlegan fund með Fjárlaganefnd.

Fundi slitið kl 19: 10