Skip to content Skip to footer

80. fundur

80. fundur Háskólafélags Suðurlands, fjarfundur haldinn þann 30.04.2021 kl. 12-12:30.

Fundinn sátu eftirtaldir stjórnarmenn: Helga Þorbergsdóttir, Kristín Hermannsdóttir, Rögnvaldur Ólafsson, Sigurður Þór Sigurðsson og Sveinn Aðalsteinsson. Dagný Magnúsdóttir og Olga Lísa Garðarsdóttir boðuðu forföll. Einnig sat  Sigurður Sigursveinsson framkvæmdastjóri fundinn.       Helga Þorbergsdóttir ritaði fundargerð

 

  1. Fundargerð 79. fundar hafði verið send stjórnarmönnum og var hún samþykkt.
  2. Eitt mál var á dagskrá fundarins; Sigurður Sigursveinsson, sem hefur átt langan og afar farsælan feril með HfSu, hefur nú sagt starfi sínu sem framkvæmdastjóri félagsins lausu frá og með 1. maí 2021. Uppsagnarfrestur er 3 mánuðir en í uppsagnarbréfi Sigurðar kom fram að starfslok væru sveigjanleg af hans hálfu með tilliti til þess sem hentaði varðandi ráðningu nýs framkvæmdastjóra.

Ákveðið að leita til ráðningarstofu um ráðningu á nýjum framkvæmdastjóra og var formanni stjórnar, Sveini Aðalsteinssyni, varaformanni, Kristínu Hermannsdóttur og ritara, Helgu Þorbergsdóttur falið að undirbúa það ferli í samvinnu við aðra stjórnarmenn.

Næsti stjórnarfundur hefur verið boðaður 12. maí nk.