Skip to content Skip to footer

43. fundur

  1. fundur stjórnar Háskólafélags Suðurlands ehf. haldinn þann 2.12.2013 kl. 10:00- 15:30 í Fjölheimum.

 

 

Mætt; Ágúst Sigurðsson, Dagný Magnúsdóttir, Rögnvaldur Ólafsson, Steingerður Hreinsdóttir, Sveinn Aðalsteinsson og Örlygur Karlsson. Sigurður Sigursveinsson framkvæmdastjóri félagsins sat fundinn eftir hádegið. Helga Þorbersdóttir boðaði forföll.

Fundargerð ritaði Steingerður Hreinsdóttir.

 

  1. Fundargerð síðasta fundar lögð fram, samþykkt og undirrituð.
  2. Stefnumótun stjórnar:

Fylgt var eftir greiningu framkvæmdastjóra og formanns á samningi HfSu og menntamálaráðuneytisins sem er liður í undirbúningi framhaldsins á samningi á milli þessara tveggja stofnana. Þá var farið í innri og ytri greiningu á félaginu og starfsemi sl. 5 ára metin.

Meðfylgjandi er útdráttur stefnumótunarinnar sem stjórn og starfsfólk kemur til með að hafa til hliðsjónar og vinna með á næstu mánuðum og verður grunnur að áætlun fyrir starfsemina og í starfsmannamálum Háskólafélagsins.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15:30