Nafn: Lilja Jóhannesdóttir
Aldur: 43 ára
Starf: Forstöðumaður Náttúrustofu Suðausturlands
Uppáhalds staðurinn þinn á Íslandi: Ekki séns að velja einhvern einn! Svo margar perlur um allt land. En Suðausturland er nú líklega með hæstan þéttleika af þeim.
Hver sér um eldamennskuna á þínu heimili? Ég.
Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Flugfreyja.
Hvaða bók ertu með á náttborðinu? Svo margar, ekki af því ég lesi svo mikið heldur frekar ég sé svo bjartsýn. Þetta er allt frá sjálfshjálparbókum yfir í skáldsögur og yfir í fjallabækur
Hvað á að gera um helgina? Ég er víst að fara í brúðkaup á Ísafirði sem ég er mjög spennt fyrir en kannski minna spennt fyrir 10 klst ferðalaginu!
Áttu gæludýr? Neibb
Kaffi eða te? Bara í bland takk, einn kaffibolla í morgunmat og svo te rest dagsins.
Hver er þín helsta líkamsrækt? Göngur líklega.
Hvað er það skrítnasta sem þú hefur borðað/smakkað? Guð mér dettur ekkert í hug, ótrúlega óspennandi týpa.
Sumar, vetur, vor eða haust? Sumar er langbest, þó hitt sé gott líka.
Áttu þér uppáhalds vorfugl? Hrossagaukur á sérstakan stað í hjarta mínu.
Hver er uppháhalds sundlaugin (eða baðlónið) á landinu? Ég er mjög hrifin af Geosea, þetta útsýni er náttúrlega bara annað en svo var kósý að fara í Krossaneslaug síðasta sumar.
Ef þú gætir farið hvert sem er í heiminum, hvert myndirðu fara? Væri alveg áhugavert að kíkja í einhverjar aðrar vetrarbrautir.
Hvernig stuðlar þú að betri umgengni við umhverfið? Með alls konar dólgslátum við sóða og svo reyni að fara fram með góðu fordæmi.
Hvaða heilræði viltu gefa háskólanemum sem eru í námi núna? Endurnýti eitt sem leiðbeinandi minn gaf mér iðulega: Haltu áfram að moka. Þannig klárast víst allt.
Hver er tenging rannsóknar þinnar við Suðurland? Langmestur hluti minna rannsókna hefur verið unnin á Suðurlandi svo tengingin er sterk!
Hvers vegna valdir þú þetta rannsóknarefni? Því fuglar eru bestir.
Hvað fannst þér skemmtilegast við rannsóknarvinnuna? Það er svo margt, upphugsa hvernig maður getur fengið svar við spurningunum sem maður leitar svara við. Fara svo út og skoða og njóta þess að vera í þessari forréttindastöðu að fá að vinna við rannsóknir.
Segðu okkar frá rannsókninni og niðurstöðum hennar í stuttu máli (500 orð c.a).
Ég er nú víst orðin nokkuð gömul í hettunni svo þær eru nú ýmsar rannsóknirnar sem ég hef komið að en núna síðustu ár hef ég beint sjónum mínum t.d. mikið að skúmnum sem er einn af einkennisfuglum Suðausturlands. Hann hefur gengið í gegnum ýmsar hremmingar á undaförnum áratugum og hefur fækkað mikið og er staða hans grafalvarleg. Í sumar erum við að gera tilraunir með að nota rafmagnsgirðingar til að reyna verja varp hans afráni. Ég er mjög spennt að sjá hvernig það mun virka og hvort að það sé þá eitthvað sem við getum beitt næstu árin til að reyna hindra að hann hverfi sjónum okkar algerlega.
Hvaða rannsakanda viltu tilnefna fyrir næsta mánuð?
Er ekki rétt ég tilnefni bara þann sem gaf mér mokstursráðið góða; Tómas Grétar Gunnarsson, vísindamann hjá Rannsóknasetri Háskóla Íslands á Suðurlandi.
Þeir sem vilja kynna sér rannsóknir Lilju betur geta kíkt hér https://nattsa.is/utgefid-efni/ og hér https://moi.hi.is/is.