Skip to content Skip to footer

84. fundur

84. fundur stjórnar Háskólafélags Suðurlands, haldinn í fjarfundi þann 24.06.2021

Viðtöl við umsækjendur um stöðu framkvæmdastjóra HfSu.

Fundinn sátu eftirtaldir stjórnarmenn: Helga Þorbergsdóttir, Kristín Hermannsdóttir, Rögnvaldur Ólafsson, Sigurður Markússon og Sveinn Aðalsteinsson.

Helga Þorbergsdóttir ritaði fundargerð.

Þeir tveir umsækjendur sem fengið höfðu það verkefni að kynna framtíðarsýn á starfsemi Háskólafélags Suðurlands fluttu sína framsögu. Umsækjendum var þökkuð framsagan.

Í kjölfar ráðningarferlis hafði formaður stjórnar samband við alla stjórnarmenn félagsins og lagði til að Ingunn Jónsdóttir verði ráðin framkvæmdastjóri Háskólafélags Suðurlands. Stjórn HfSu samþykkir það samhljóða.