87. fundur stjórnar Háskólafélags Suðurlands
6.apríl 2022
Fundinn sátu eftirtaldir stjórnarmenn
Sveinn Aðalsteinsson, Sigurður Þór Sigurðsson og Olga Lísa Garðarsdóttir mættu á staðinn en Rögnvaldur Ólafsson, Kristín Hermannsdóttir, Helga Þorbergsdóttir og Sigurður Markússon tóku þátt í gegn um fjarfund. Auk þess mættu á fundinn Auðunn Guðjónsson og Arnar Leó Guðnason fyrir hönd KPMG og Ingunn Jónsdóttir framkvæmdastjóri félagsins.
- Ársreikningur
Auðunn Guðjónsson KPMG fór yfir drögin og stjórn samþykkti ársreikning sem var í framhaldi undirritaður rafrænt.
- Rekstraráætlun fyrir árið 2022
Eins og áætlunin stendur núna gerir hún ráð fyrir halla árið 2022 en vonir standa til þess að sá halli leiðréttist þegar líður á árið með auknum tekjum vegna verkefna og útseldra námskeiða á vegum FabLab smiðjunnar.
- Nýr stjórnarmeðlimur í stað Kristínar Hermansdóttur
Tillaga að Hugrúnu Hörpu Reynisdóttur, forstöðumanni Nýheima. Stjórnarformaður hefur samband við viðkomandi sem og Ásgerði K. Gylfadóttur oddvita sveitarfélagsins Hornafjarðar sem jafnframt gegnir hlutverki formanns stjórnar SASS.
- Vísinda- og rannsóknarsjóður
Beiðni frá Fræðslunetinu um að HfSu taki sjóðinn yfir. Málið rætt og vilji er til þess að skoða þetta mál nánar. Framkvæmdastjóra falið að fá nánari upplýsingar frá FNs svo hægt sé að taka endanlega ákvörðun. Jafnframt lagt til að FNs myndi halda utan um sjóðinn fyrir þetta ár, 2022 og að ef af verður muni HfSu taka við boltanum um áramót.
- Dagsetning fyrir aðalfund félagsins
Lagt til að hafa aðalfund þann 25.apríl nk og hafa hann rafrænan auk þess sem áhugasömum verði boðið að mæta í Fjölheima. Ekki þótti vænlegt að hafa fundinn seinna og því kom ekki til að skoða samþykktarbreytingar varðandi það að hægt verði að sameina aðalfund og háskólahátíð/útskrift félagsins sem venjulega er haldin seinni hluta júní.
- Hugmyndir að stofnun háskólaútibús/-deildar á Suðurlandi
Framhald umræðna og tillögur og möguleika félagsins til þess að efla sig þegar kemur að beinu háskólanámi eða tengingu þar um. Framkvæmdastjóri sagði frá þreifingum sem hafa átt sér stað með framkvæmdastjóra Tæknifræðiseturs HÍ um samstarf og samvinnu þar á milli. Sú vinna er enn í gangi og verður stjórn áfram upplýst um framganginn. Eins mun félagið skoða nánar fleiri möguleika líkt og tengingu við erlenda háskóla (svo sem UHI) sem bjóða upp á fjarnám með svæðisbundna tengingar. Málið verður áfram rætt og hugmyndir þróaðar.
- Staða verkefna og viðburðir
- Samningur við SASS. Gert er ráð fyrir að samningur við SASS verði undirritaður fljótlega en sá samningur felur áfram í sér vinnu starfsmanna félagsins við atvinnuráðgjöf og önnur tilfallandi verkefni
- Leigusamningur við Árborg vegna Fjölheima. HfSu og FNs hafa ákveðið að falast eftir áframhaldandi samning við Árborg um leigu á Sandvíkursetri sem hýsir Fjölheima. Formleg beiðni send út og í kjölfarið verður farið í að ræða nýjan samning.
- Fundur með háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra v. Samtaka þekkingarsetra. Framkvæmdastjóri HfSu og forstöðumaður Nýheima áttu fund með Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur ráðherra háskóla, iðnaðar og nýsköpunar (HVIN) fyrir hönd Samtaka þekkingarsetra, til þess að ræða stöðu þeirra og framtíð. Fundurinn var góður og gefur von um áframhaldandi gott samstarf við ráðuneytið.
- Háskólahátíð / útskrift fjarnema HfSu júní. Ekki náðist að klára þennan lið og verður hann tekin fyrir síðar.