Skip to content Skip to footer

Endurtekin kynning á fjarnámi við Háskólann á Akureyri

4. mars sl. var haldin hér á Selfossi fjölsótt kynning á fjarnámi við Háskólann á Akureyri vegna náms næsta haust.  Þeir sem misstu af þeirri kynningu geta nú mætt í Glaðheima þriðjudaginn 20. apríl kl. 18-19 og fylgst með kynningu á fjarnáminu.  Nánari upplýsingar hér.

Þess má geta að gert er ráð fyrir að nýr hópur verði tekinn inn í fjarnámið í hjúkrunarfræði haustið 2011 hjá Háskólafélagi Suðurlands á Selfossi.