Afmælismálþing Byggðasafnsins í Skógum
Í tilefni af 60 ára afmæli Byggðasafnsins í Skógum verður haldið málþing í héraðsskólahúsinu í Skógum fimmtudaginn 5. nóvember og hefst það kl. 10:30. Á málþinginu verður meðal annars farið yfir sögu safnsins og framtíðarhorfur þess. Í beinu framhaldi af málþinginu verður Safnahelgi á Suðurlandi formlega opnuð í Skógakaffi í Samgöngusafni.
– Dagskrá –
10:30 – 10:40 Setning – Formaður safnstjórnar, Ólafur Eggertsson
10:40 – 11:10 Þórður Tómasson – Saga Byggðasafnsins í Skógum
11:10 – 11:50 Gísli Sverrir Árnason – Hugmyndir að Fræðasetri í Skógum
11:50 – 12:10 Uggi Ævarsson – Hlutverk minjavarðar Suðurlands
sem hefur aðstöðu í Skógum
12:10 – 13:10 Hádegishlé
13:10 – 13:30 Rögnvaldur Ólafsson – Hlutverk fræðasetra á landsbyggðinni og
möguleikar tengdir Skógum
13:30 – 13:50 Mjöll Snæsdóttir – Tækifæri í rannsóknum á starfssvæði
byggðasafnsins
13:50 – 14:10 Stefán Örn Stefánsson – Framtíðaruppbygging safnsins
14:10 – 14:30 Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður – Söfn í samtímanum
14:30 – 14:50 Formenn héraðsnefnda Rangárvallasýslu og Vestur-
Skaftafellssýslu
14:50 – 15:30 Umræður
15:30 – 15:45 Afhending heimildarmyndar um Þórð Tómasson
15:45 – 16:00 Sverrir Magnússon – Samantekt
16:00 Málþingi slitið
Fundarstjóri verður Sigurður Sigursveinsson framkvæmdastjóri Háskólafélags Suðurlands.
Skráning á málþingið fer fram hjá Ragnhildi í síma 697-9986 eða á netfanginu ragnhildur@hfsu.is. Lokadagur skráningar er mánudagurinn 2. nóvember 2009. Ekkert þátttökugjald er á málþinginu.