Meistaranámskeið frá Háskólanum á Akureyri – einnig í fjarkennslu til Ísafjarðar, Egilsstaða, Selfoss og Hafnarfjarðar
Námið er 48 klst. og öllum opið en er kennt á meistarastigi. Þeir sem vilja fá það metið inn í meistaranám skulu skila verkefnum og mæta öðrum þeim kröfum sem slíkt nám krefst. Námið hentar þeim sem starfa við heilbrigðisþjónustu, félagsþjónustu, skólakerfið, löggæslu, dómskerfið og sjálfstætt starfandi aðilum sem vinna með fólki, einnig þeim sem hafa áhuga á að starfa á þeim vettvangi.
Kennd verða fjögur lotubundin námskeið, 12 kennslustundir hvert:
- 1. 15.-16. janúar: Kynning, áfallastreituröskun, birtingarmynd þjáningar, forvarnir gegn kynferðisbrotum og dómar í ofbeldismálum.
- 2. 19.-20. feb.: Kynferðislegt ofbeldi og afleiðingar, jafnrétti, nauðganir, gerendur í kynferðisbrotum, vændi og klám.
- 3. 19.-20. mars: Vanræksla, ofbeldi í nánum samböndum, nemendur kynna verkefni.
- 4. 16. apríl: Ráðstefna; Þögul þjáning kl. 09:00-16:00 og 17. apríl: Vinnusmiðja; stutt framsöguerindi og umræður kl. 09:00-12:00.
Verð: 65.000 kr., nemendur í meistaranámi við HA fá 25% afslátt. Semja má um greiðslufyrirkomulag.
Skráning: til 31. des. nk.
Nánari upplýsingar hér