Skyrslur

Ársreikningur 2010 og aðalfundur 2011

Ársreikningur Háskólafélags Suðurlands 2010 var samþykktur og undirritaður á stjórnarfundi 14. júní 2011 og kynntur á aðalfundi sama dag, ásamt skýrslu stjórnar og framkvæmdastjóra.

Rekstrartekjur 2010 voru 24,7 mkr. borið saman við 19 mkr 2009. Rekstrargjöld voru 30,6 mkr borið saman við 21,4 mkr. 2009. Tap ársins 2010 nam 2,1 mkr borið saman við 4,9 mkr. hagnað 2009. Handbært fé í lok ársins 2010 nam 71,9 mkr borið saman við 73,5 mkr. í lok 2009.