Skip to content Skip to footer

Byrja í háskóla í janúar 2010?

Sumir íslensku háskólanna innrita nýnema í háskólanám á vorönn 2010.  Umsóknarfrestur á Hólum rann út 30. okt. sl., hjá Háskóla Íslands og Háskólanum í Reykjavík rennur umsóknarfresturinn út 30. nóvember en 15. desember hjá Háskólanum á Bifröst.

Hvað fjarnám snertir þá býður Háskóli Íslands upp á fjarnám í Tómstunda- og félagsmálafræði og Þroskaþjálfafræði, hvoru tveggja til BA prófs.   Í Háskólanum í Reykjavík er hægt að innrita sig í fjarnám í iðnfræði og í diplomanám í kerfisfræði.  Á Bifröst er hægt að komast í fjarnám til BS gráðu í viðskiptafræði, einnig í frumgreinadeild, þ.e. til undirbúnings náms á háskólastigi.

Upplýsingar þessar eru byggðar á heimasíðum háskólanna en allir bjóða þeir upp á rafræna innritun.