25. apríl 2012 verða liðin nákvæmlega 250 ár frá fæðingu Sveins Pálssonar náttúrufræðings, læknis og ferðagarps. 1999 ákvað ríkisstjórnin að þessa fæðingardags Sveins yrði framvegis minnst með því að kenna hann við Dag umhverfisins. Er það til vitnis um merkilegt ævistarf Sveins á sínum tíma.
Umhverfisráðuneytið stendur fyrir dagskrá í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins þriðjudaginn 24. apríl, sjá hér , en miðvikudaginn 24. apríl verður hátíðardagskrá í Vík þar sem m.a. verður afhjúpaður minnisvarði og fræðsluskilti um Svein, en Mýrdalshreppur og Katla jarðvangur hafa sameiginlega unnið að því verkefni. Dagskrána í Vík má sjá hér.