Undanfarnar vikur hefur Háskólafélagið tekið þátt í fundaröð á Suðurlandi um stoðkerfi við atvinnulífið á Suðurlandi. Fundað hefur verið í Reykholti, Árnesi, Flúðum, Borg í Grímsnesi, Laugalandi, Hvolsvelli, Vík og Kirkjubæjarklaustri. Atvinnuþróunarfélag Suðurlands hefur boðað til fundanna í samvinnu við hvert sveitarfélag og hafa fundirnir verið vel sóttir og jákvæðir. Auk Atvinnuþróunarfélagsins og Háskólafélagsins hefur verið kynnt starfsemi Vaxtarsamnings Suðurlands, Menningarráðs Suðurlands og Markaðsstofu Suðurlands. Þá hefur Nýsköpunarmiðstöð Íslands tekið þátt í sumum fundanna og einnig hefur verið kynnt vel heppnað samstarf sveitarfélaganna fjögurra í Uppsveitum Árnessýslu um starfsemi ferðamálafulltrúa. |