Skip to content Skip to footer

Gestkvæmt í Fjölheimum

Eins og jafnan áður hafa erlendir gestir sótt félagið heim undanfarna mánuði.

12. september kom átta manna hópur frá Vöru sýslu (Vörumaa) í Eistlandi í heimsókn, heimsóknin var líður í dagskrá sem Sveitarfélagið Árborg setti upp fyrir hópinn.

6. október komu þrír sérfræðingar frá Jarðfræðistofnun Rúmeníu í  heimsókn til að fræðast um Kötlu jarðvang, tilurð hans og rekstrarfyrirkomulag.

7. nóvember komu aftur gestir frá Eistlandi. Um var að ræða sjö manna hóp, aðallega skólastjórar leik- og grunnskóla, einnig frá Vöru sýslu.

Háskólafélagið tekur þátt í norrænu verkefni, Learning Society, en í maí 2018 verður lokafundur í verkefninu og svo skemmtilega vill til að sá fundur verður í bænum Valga sem er einmitt í nágrenni Vöru. Til skoðunar er hvort hægt verði að setja upp námsferð í þessu sambandi fyrir starfsmenn félagsins og aðra samstarfsaðila SASS um ráðgjafaþjónustu og fleira.