Fréttir

Háskólahátíð í Fjölheimum

 

Föstudaginn 28. júní sl. blés Háskólafélagið til fagnaðar í Fjölheimum til að samfagna brautskráningu kandídata nú í vor sem notið hafa þjónustu félagsins í Fjölheimum á Selfossi, bæði varðandi próftöku og námsaðstöðu. Persónuverndarlögin hafa gert það torveldara að afla upplýsinga frá hinum ýmsu háskólum um það hverjir það eru sem brautskrást hverju sinni, og einnig kalla fótboltamót, vaktavinna og fleiri atriði á tíma kandídatanna en við áttum notalega stund í Fjölheimum með fimm kandídötum að þessu sinni, og voru þeir ýmist að brautskrást frá Háskólanum á Akureyri eða Háskóla Íslands. Að athöfn lokinni var boðið upp á veitingar og áttum við notalega stund á ,,háskólatorginu“ okkar í Fjölheimum, þ.e. kaffistofu nemenda.

Athöfnin hófst með því að Katrín Birna Sigurðardóttir lék á selló en Katrín er nemandi í Tónlistarskóla Árnesinga og Fjölbrautaskóla Suðurlands

Sigurður Sigursveinsson framkvæmdastjóri Háskólafélagsins flutti ávarp

Verkefnastjórarnir Hrafnkell Guðnason og Ingunn Jónsdóttir afhentu kandídötum viðurkenningarskjal og blóm

Hjúkrunarfræðingarnir Guðfinna Ýr Sumarliðadóttir og Þórhildur Guðbjörg Hjaltadóttir fluttu skemmtilegt ávarp, sem horfa má á hér