Nú fer senn að líða að því að opnist fyrir styrkumsóknir að hausti 2024. Það er því ekki úr vegi að fara undirbúa skrefin að umsókninni, skoða verkefnin ofan í grunninn og ígrunda hvaða ákvarðanir þarf að taka nú á haustmánuðum.
Við mælum með því að styrkumsóknir séu unnar með góðum fyrirvara, en það getur tekið nokkrar vikur að vinna vandaða umsókn.
Það fer auðvitað eftir stærð og umfangi umsókna hverju sinni hversu mikil vinna fer í verkið en það er alltaf betra að ljúka slíku verkefni á góðum tíma. Oft á tíðum verða breytingar á áherslum verkefnanna í umsóknarferlinu og þá geta forsendur breyst með. Það er því ekki gott að lenda í tímaþröng ef skipuleggja þarf nýjar áætlanir eða setja ný markmið í umsóknarferli á síðustu metrunum.
Inni á skapa.is getur þú séð yfirlit yfir alla helstu styrki sem hægt er að sækja um ásamt umsóknarfresti hvers og eins. Renndu yfir styrkina og íhugaðu hversu langan tíma þú ætlar að gefa þér í umsóknarferlið, það er betra að byrja fyrr en seinna.
Þú getur komið til okkar og fengið ráðgjöf varðandi styrkumsóknina þína eða næstu skref án endurgjalds. Sendu okkur póst og við finnum tíma í sameiningu fyrir spjall: hfsu@hfsu.is.
Gangi þér vel!