Fréttir

Iðnfræði og byggingarfræði

Í kvöld, mánudaginn 15. júní 2009 kl. 20, verður haldinn kynningarfundur í sal Fjölbrautaskólans á vegum Háskólafélags Suðurlands og Háskólans í Reykjavík. Kynnt verður fjarnám í iðnfræði og byggingarfræði við Háskólann í Reykjavík en í undirbúningi er að Háskólafélag Suðurlands bjóði upp á stoðkerfi í því sambandi og taki hugsanlega að sér að skipuleggja undirbúningsnám fyrir þá sem þess þurfa.  Á fundinum verða þessi áform kynnt nánar.