Fréttir

Jólaprófatörn fjarnema að hefjast í Fjölheimum

Senn líður að jólaprófatörn hér hjá Háskólafélaginu í Fjölheimum en prófin hefjast þann 30.nóvember og standa til og með 17.desember. Að þessu sinni munu um 140 nemendur frá Háskóla Íslands, Háskólanum á Akureyri, Háskólanum í Reykjavík og Endurmenntun HÍ þreyja hér prófin, auk þess sem nemendur frá Verslunarskólanum og Fjölbraut í Ármúla nýta sér þjónustu félagsins til próftöku.

Eftir sem áður er það Ingibjörg Ásta Rúnarsdóttir sem hefur veg og vanda að uppsetningu og utanumhaldi prófanna en henni til aðstoðar er góður hópur af yfirsetufólki. Allar spurningar varðandi mál tengd prófunum má senda á prof@hfsu.is

Háskólafélagið óskar öllum nemendum góðs gengis í komandi prófatörn og þakkar góð samskipti á haustönninni.