Nýlega auglýsti HfSu eftir verkefnastjóra nýsköpunar og til að sinna Hreiðrinu, frumkvöðlasetri félagsins.
27 flottir umsækjendur buðu fram krafta sína en að lokum var ákveðið að bjóða Margréti Polly stöðuna og hóf hún störf nú um mánaðarmótin. Polly, eins og hún er kölluð, þekkir frumkvöðlasamfélagið vel af eigin reynslu þar sem hún hefur sjálf staðið í þeim sporum. Auk þess hefur hún góða þekkingu á rekstri og umhverfi fyrirtækja og verður án efa mikill liðsauki inn í stuðningskerfi frumkvöðla á Suðurlandi.
Nánari upplýsingar um Hreiðrið og annað stuðningsumhverfi frumkvöðla og nýsköpunar á Suðurlandi má finna heimasíðu félagins og á facebook, og eins er hægt að hafa samband við Polly á netfangið polly@hfsu.is