Skip to content Skip to footer

Námskeið í Staðarleiðsögn

Sameiginlegt leiðsögunámskeið Kötlu jarðvangs, Háskólafélags Suðurlands og Fræðslunetsins hefst laugardaginn 28. september  með sameiginlegum fræðslufundi.  Næstu sex miðvikudagskvöld verða fyrirlestrar á Selfossi  sem sendir verða með fjarfundarbúnaði til Hvolsvallar, Víkur og Kirkjubæjarklausturs. Þessir fyrirlestrar fjalla um jarðfræði, náttúrufræði, ferðamennsku, sögu og mannlíf svæðisins. Námskeiðinu lýkur laugardaginn 16. nóvember þegar nemendur setjast í rútu og flytja fræðslupistla sína.  –  Gert er ráð fyrir framhaldsnámskeiði á vorönn 2014.

Námskeiðið er alls 36 kennslustundir.  Námskeiðið er niðurgreitt af IPA styrk Háskólafélagsins og með stuðningi frá Nordplus , norrænu menntaáætluninni, og er námskeiðsgjaldið því aðeins 10.000 kr.

Innritun fer fram hjá Fræðslunetinu í síma 560 2030 eða í tölvupósti, steinunnosk@fraedslunet.is. Gefa þarf upp nafn, kennitölu, heimilisfang og símanúmer.