3.-6. september verður haldin á Hótel Örk í Hveragerði alþjóðlega ráðstefnan Okkar ísháða veröld (Our Ice Dependent World). Ráðstefnan er haldin undir merkjum Rannsóknarþings norðursins (Northern Research Forum) og er hún sú sjötta í röð sambærilegra ráðstefna. Háskólinn á Akureyri sér um ráðstefnuhaldið en meðal samstarfsaðila hans í þessu verkefni er Háskólafélag Suðurlands. Á þinginu koma saman tugir sérfræðinga m.a. frá Norðurlöndunum, Kanada, Bandaríkjunum, Rússlandi, Kína, Indlandi og Nepal.
Rannsóknaþingið mun marka tímamót því þar koma saman í fyrsta sinn sérfræðingar og fulltrúar frá löndum á Norðurslóðum og ríkjum á Himalayasvæðinu til að fjalla um bráðnun íss og jökla og áhrif þess á heimsbyggð alla.
Áhugafólki um loftslagsbreytingar, Norðurslóðir og Himalayasvæðið er einnig boðið að sækja Rannsóknaþingið og getur það skráð sig á heimasíðu NRF, www.nrf.is . Þar er einnig að finna nánari upplýsingar um dagskrá ráðstefnunnar.