Í tengslum við Erasmus+ verkefni Háskólafélags Suðurlands „Education and Innovation in the Tourism Industry“ hefur vefsíðunni www.tourope.net verið hleypt í loftið. Síðan veitir upplýsingar um verkefnið og það nám sem þar er verið að þróa fyrir ferðaþjónustufyrirtækin á Suðurlandi. Markmiðið með síðunni er fyrst og fremst að kynna verkefnið fyrir erlendum aðilum, hvort sem er samstarfsaðilum eða öðrum áhugasömum, og væntanlega útkomu þess. Auk þess eru þar fréttir af viðburðum tengdum verkefninu auk auðveldra leiða til þess að hafa samband við stjórnendur þess.