Það var stór dagur í dag þegar Háskólafélag Suðurland og Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið / HVIN skrifuðu undir nýjan samning til þriggja ára, en að honum hefur nú verið unnið í nokkurn tíma.
Samningurinn var unnin í nánu samtali við ráðuneytið og Samtök þekkingarsetra á landsbyggðinni en helstu áherslur samningsins ríma við verkefni setranna.
Það er tímanna tákn að undirritun fór fram í netheimum en það umhverfi hefur opnað leiðir fyrir íbúa landsbyggðarinnar til þess að hefja nám á háskólastigi og því grunnstef í starfsemi félagins. Mikil áhersla er jafnframt á hlutverk HfSu í að vera leiðandi í nýsköpunarstarfi á starfssvæði sínu sem og að taka þátt í mótun nýsköpunarumhverfis og frumkvöðlastarfs.
Háskólafélagið vill jafnframt þakka fráfarandi ráðherra HVIN, Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur fyrir hennar þátt í nýjum samningum og óska henni velfarnaðar í komandi störfum.