Nú í maíbyrjun var komið að seinni ferðinni í Geo education verkefninu til Króatíu. Átta manna hópur á vegum Háskólafélagsins fór í vikukynnisferð í nánu samstarfi við Kötlu jarðvang. Ferðin var afar áhugaverð. Samstarfsaðilinn, Local Action Group Barun Trenk, skipulagði dagskrá sem spannaði t.d. þjóðgarðinn Plitvice, strandbæinn Zadar við Adríahafið, Papuk Geopark og verndarsvæði austast í landinu við landamæri Serbíu, Kopacki rit. Náttúrufegurð er mikil og fjölbreytt í Króatíu en þrátt fyrir gott búskaparland er mikill fólksfækkun í sveitum. Fólkið sækir til borganna og til annarra landa í Evrópu en Króatía gerðist aðili að Evrópusambandinu 2013.