Hádegisuppákomur í Fjölheimum.
Í Fjölheimum á Selfossi er rekin fjölbreytt starfsemi og í vetur stendur til að bæta þar um betur. Í hádeginu milli kl. 12 og 13 síðasta fimmtudag í mánuði verður gestum boðið í húsið þar sem haldin verða skemmtileg og fróðleg erindi um hin ýmsu mál. Fimmtudaginn 25. september næstkomandi mun Bjarni Harðarson bóksali á Selfossi ríða á vaðið og halda fyrirlestur sem hlotið hefur nafnið „Víst geta tanaðir selfysskir hnakkar og smínkaðar skinkur búið til bókabæ !“.
Fastlega má gera ráð fyrir því að fyrirlesturinn verði bæði spennandi og skemmtilegur en að auki verður í boði matarmikil súpa á vægu verði. Gestir eru vinsamlegast beðnir að skrá þáttöku með því að senda tölvupóst með nafni og fjölda gesta á fjolheimar@gmail.com eða með því að hringja í síma 5602030.