Skip to content Skip to footer

Ráðstefna um Geopark í Noregi

11. – 12. mars sl. var haldin ráðstefna í Eigersund í Noregi um starfsemi svonefndra jarðminjagarða (Geoparks).  Fyrirtækið Magma Geopark boðaði til ráðstefnunnar og voru flutt 11 erindi á ráðstefnunni 11. mars en síðan var boðið upp á kynningarferð um garðinn daginn eftir.

Framkvæmdastjóri Háskólafélags Suðurlands flutti erindi á ráðstefnunni um fyrirhugaðan jarðminjagarð í Rangárþingi eystra, Mýrdalshreppi og Skaftárhreppi.  Alls sóttu sex Íslendingar ráðstefnuna; Sveinn Pálsson sveitarstjóri Mýrdalshrepps, Elvar Eyvindsson sveitarstjóri Rangárþings eystra, Þuríður H. Aradóttir markaðs- og kynningarfulltrúi Rangárþings eystra, Ragnhildur Sveinbjarnardóttir verkefnisstjóri og Lovísa Ásbjörnsdóttir jarðfræðingur á Umhverfisstofnun, auk undirritaðs.

Við Íslendingarnir erum sammála um að ráðstefnan hafi verið gagnleg og fróðleg og nýtist vel í frekari vinnu við að koma á fá jarðminjagarði á Mið-Suðurlandi.

Sigurður Sigursveinsson