Vinsamlegast takið frá mánudaginn 27. október 2014.Þann dag, kl. 11-16, stendur Háskólafélag Suðurlands fyrir ráðstefnu um Kötlu jarðvang (Katla Geopark) í tilefni þess að nú er tveggja ára IPA verkefninu um uppbyggingu innviða í jarðvanginum lokið. Verkefnið var fjármagnað að stærstum hluta með styrk frá Evrópusambandinu, en Ferðamálastofa/Framkvæmdasjóður ferðamannastaða var stærsti innlendi fjármögnunaraðilinn. Ráðstefnan verður haldin í hinu nýja og glæsilega hóteli í Vík, Icelandair Hotel Vik. Dagskrá ráðstefnunnar verður birt nú alveg á næstunni