Þann 30. apríl sl. hélt félagið aðalfund þar sem kynnt var ársskýrsla ársins 2024 auk ársreiknings. Fundurinn var líkt og undanfarið, í boði sem fjar- og staðfundur og er svo komið að meiri hluti fulltrúa nýtir sér að vera í fjar.
Um var að ræða 17. aðalfund félagsins og jafnframt þann síðasta sem fráfarandi framkvæmdastjóri, Ingunn Jónsdóttir stýrir. Ingunn notaði tækifærið og þakkaði öllu sínu samstarfsfólki, stjórn og eigendum ásamt öllum þeim þjónustuþegum sem nýta sér félagið, fyrir samvinnuna síðast liðin rúm 12 ár og traustið sem henni hefur verið sýnt við að leiða félagið áfram. Ingunn sagði meðal annars „Við höfum vaxið og dafnað með hverju árinu sem endurspeglast í fjölgun nemenda, stærri verkefnum og öflugra samstarfi, bæði innanlands og utan. Ég skil sátt við gott bú og óska félaginu áframhaldandi velgengni og gæfu“.
Stjórn og starfsfólk þakkaði Ingunni einnig fyrir vel unnin störf og óskaði henni velfarnaðar á nýjum en þó skildum vettvangi.
Nánar má kynna sér ársskýrsluna og ársreikning félagsins hér neðar