Skip to content Skip to footer

Sveinn Aðalsteinsson kynnti starfsemi og verkefni Orkídeu í rafrænni kynningu.

Orkídea hefur náð góðum árangri við aðstoð frumkvöðla og sótt talsverðar upphæðir úr styrkjaumhverfinu fyrir Suðurland.

Sveinn Aðalsteinsson framkvæmdastjóri kynnti starfsemi Orkídeu í rafrænni kynningu miðvikudaginn 20. nóvember síðast liðinn, en verkefnið einblínir á orkunýtingu og sjálfbærni í matvælaframleiðslu. Orkídea hóf starfsemi 2021 en verkefnið er þverfaglegt samstarfsverkefni um nýsköpun á Suðurlandi og er markmiðið að greiða leið frumkvöðla og nýsköpunartækifæra sem skapast á Suðurlandi sem og á Íslandi öllu. 

Sveinn fór yfir þau tækifæri sem hafa skapast frá því að Orkídea hóf störf, skilgreinir nýsköpun á mannamáli og gefur frumkvöðlum góð ráð. Hægt er að horfa á kynninguna með því að smella hér

Sveinn Aðalsteinsson framkvæmdastjóri Orkídeu, Magnús Yngvi Jósefsson verkefnastjóri Grænna iðngarða og  Helga Gunnlaugsdóttir rannsóknar- og þróunarstjóri.

Þeir sem vilja kynna sér verkefnið betur geta smellt hér og séð þau nýsköpunarverkefni sem Orkídea hefur unnið að í samstarfi við hugmyndasmiði og frumkvöðla. Með Sveini í Orkídeu teyminu eru Helga Gunnlaugsdóttir rannsóknar- og þróunarstjóri og Magnús Yngvi Jósefsson en hann er verkefnastjóri Grænna iðngarða hjá Orkídeu.

Við þökkum Sveini fyrir innleggið og hlökkum til að sjá fleiri nýsköpunarverkefni líta dagsins ljós á næstu misserum.