Í vikunni fór fram vinnustofa #2 í leiðaraþjálfun Háskólafélagsins sem að þessu sinni var fjarvinnustofa. Til upprifjunar er verkefnið styrkt Lóu nýsköpunarsjóði landsbyggðarinnar og gengur út á að þjálfa leiðara fyrir frumkvöðla á Suðurlandi – sjá nánar hér: https://hfsu.is/leidarathjalfun-fyrir-sunnlenska-frumkvodlaradgjafa/
Á þessari vinnustofu skoðuðu þátttakendur hvernig best er að verkefnastýra stuðningsverkefnum fyrir frumkvöðla og þau verkfæri sem hjálpa í þeirri vinnu. Farið var yfir grunnþætti verkefnastjórnunar, stuðningsumhverfi frumkvöðla auk þess sem þátttakendur prufuðu sig áfram með hugarflugs- og verkefnamótunartólið www.miro.com sem er frábært í fjarhópavinnu.