Skip to content Skip to footer

Vinnustofa #4 í leiðaraþjálfun – loka vinnustofan

Á dögunum var haldin fjórða og jafnframt síðasta vinnustofan í leiðaraþjálfun frumkvöðlaráðgjafa, verkefni sem félagið fékk styrkt í gegnum Lóu nýsköpunarsjóð. Að þessu sinni var um staðfund að ræða og náðu því þátttakendur að eiga góða stund saman við leik og vinnu enda efnið spennandi og hópurinn einstaklega vel samsettur. Á vinnustofunni var fjallað um teymi og teymisvinnu og voru lögð drög að áframhaldandi samstarfi um framtíðarverkefni frumkvöðlaráðgjafanna enda mikill hugur í hópnum að halda samstarfinu áfram.