Skip to content Skip to footer

Hugmyndadagar á Suðurlandi fyrir öll sem brenna fyrir nýsköpun, sjálfbærni og hringrásarhagkerfinu!

Þú þarft ekki að vera sérfræðingur í neinu til að taka þátt í hugmyndögum á Suðurlandi, sem haldnir verða 1., 3. og 7. apríl nk.

Byggðaþróunarfulltrúar SASS og Lóa nýsköpunarsjóður standa fyrir hugmyndadögunum en þeir eiga að ýta undir hugmyndauðgi þátttakenda og hjálpa þeim að stíga næsta skref við þróun og framkvæmd hugmynda.
 
Búast má við því að vandamál af ýmsum toga verði leyst er snúa að sjálfbærni og hringrásarhagkerfinu og hlökkum við mikið til að sjá verkefni og jafnvel fyrirtæki líta dagsins ljós. Til þess að taka þátt þarf að skrá sig en ekki er gerð krafa um forkunnáttu eða sérfræðiþekkingu að neinu leiti. Þátttakendur þurfa einungis að vera tilbúnir að stíga út fyrir þægindarammann þegar kemur að hugmyndahugsun og starfa í teymi. Einstaklingar geta tekið þátt sem og fyrirfram ákveðin teymi en einstaklingar verða paraðir saman í teymi eftir því sem við á.
 
Fyrir frekari upplýsingar og skráningu er best að smella hér: https://www.sass.is/hugmynd/