Maskína heldur utan um þjónustukönnun Byggðastofnunar sem á að mæla þjónustusókn og væntingar til þjónustu á landsbyggðinni.
Könnunin á að mæla viðhorf íbúa á þjónustu í heimabyggð og er mikilvægt að sem flestir taki þátt. Eins og segir á vef Byggðastofnunar; „Sérstaklega er mikilvægt að fá svörun úr dreifðum byggðum landsins svo unnt verði að vinna með niðurstöðurnar þannig að sem réttust mynd fáist einnig af þjónustusókn íbúa í fámennum byggðarlögum“.
Til þess að taka þátt í könnuninni má smella á hlekkinn: ÞJÓNUSTUKÖNNUN