Mjög góð mæting var á styrkjadag Hreiðursins fimmtudaginn 20 febrúar sl.
Hreiðrið frumkvöðlasetur hélt vel heppnaðan styrkjadag fyrir þá sem vilja nýta sér tækifærin sem Uppbyggingarsjóður Suðurlands býður upp á. Umsóknarfrestur í sjóðinn er til 4. mars og því var markmiðið að veita innsýn í ferlið og deila reynslu þeirra sem hafa hlotið styrki.
Viðburðurinn fór fram í Fjölheimum þar sem Hreiðrið er staðsett og hófst klukkan 15. Þátttakan var frábær – alls mættu 40 manns til að hlusta á fjölbreyttar og hvetjandi frásagnir frá styrkhöfum úr ólíkum geirum.
Anna Greta, stofnandi Meta Geta, fjallaði um hvernig styrkirnir hafa hjálpað henni í þróun gæðakerfis fyrir leik- og grunnskóla. Tónlistarmaðurinn Sigurgeir Skafti deildi sínum reynslusögum um hvernig hægt er að nýta styrki í tónlistarverkefni og Herdís, framkvæmdastjóri Skálholtskirkju, sagði frá fjölmörgum verkefnum sem hún hefur fengið styrki fyrir.
Marta frá Horseday og Fjóla frá Live Foods vegan ostagerð kynntu sína vegferð í styrkjaumsóknum. Báðar sögurnar voru afar áhugaverðar og sýndu glöggt hversu ólíkar leiðir nýsköpunarfyrirtæki geta farið í styrkjalandslaginu.
Styrkjadagurinn vakti mikla lukku og veitti verðmæta innsýn í þau fjölmörgu tækifæri sem Uppbyggingarsjóður Suðurlands getur leitt af sér.
Við þökkum þátttökuna og erum spennt að sjá hversu margir koma til með að sækja um í vorúthlutun uppbyggingarsjóðsins – og hver veit nema við sjáum spennandi ný verkefni blómstra í kjölfarið!
Við þökkum þátttökuna og erum spennt að sjá hversu margir koma til með að sækja um í vorúthlutun uppbyggingarsjóðsins – og hver veit nema við sjáum spennandi ný verkefni blómstra í kjölfarið!
Hægt er að panta tíma hjá ráðgjafa nýsköpunar í Hreiðrinu hér: Nýsköpunarráðgjöf