Upptaka af fyrirlestri númer þrjú í fyrirlestrarröðinni „Forvitnir frumkvöðlar“ er nú fáanleg.
Gervigreind hefur þróast hratt á síðustu árum, og margir nýta hana nú þegar við skrif á styrkumsóknum. Atli útskýrði að Tækniþróunarsjóður væri ekki mótfallinn notkun gervigreindar – enda er hún komin til að vera. Flestir sjóðir leyfa hana einnig, þar sem erfitt er að greina hvort umsókn hafi verið að hluta til unnin með gervigreind, ef hún er notuð á réttan hátt.Ábyrg notkun gervigreindar felst í því að umsækjandi skrifi sjálfur textann en nýti tæknina til að betrumbæta hann. Þannig er hægt að fínpússa orðalag, ganga úr skugga um að umsóknin passi við áherslur sjóðsins og jafnvel fá aðstoð við útreikninga eða kostnaðaráætlanir.Hins vegar er mikilvægt að halda „samtali“ við gervigreindina og nota hana sem verkfæri fremur en að láta hana skrifa umsóknina í heild. Umsóknir verða alltaf sterkari þegar persónuleg nálgun og frumleg hugsun umsækjandans skína í gegn.Við í Hreiðrinu á Selfossi veitum leiðsögn um grunnatriði í notkun gervigreindar við styrkumsóknarskrif. Hafðu samband í gegnum netfangið polly@hfsu.is til að fá aðstoð!Hægt er að nálgast upptöku af fyrirlestrinum með því að smella hér.

Lykilþættir góðrar umsóknar eru skýr afmörkun verkefnis með skýrt upphaf og endi. Jafnframt þarf að huga að því hvað fellur ekki undir styrkhæfi, þar sem umsóknum er strax hafnað ef sótt er um fyrir óstyrkhæft verkefni. Í slíkum tilfellum fær umsækjandi ekki matsblað, en slíkt blað getur verið afar gagnlegt fyrir áframhaldandi umsóknir og þróun verkefnisins.
Að lokum lagði Þórunn áherslu á mikilvægi þess að setja upp styrkjastefnu með skýrri framtíðarsýn, tilgangi og markmiðum. Í henni þarf jafnframt að greina fjárhagslega þörf og útbúa aðgerðaráætlun.
Fyrirlesturinn var vel sóttur og endaði á fjörugum umræðum, þar sem Þórunn svaraði öllum spurningum af mikilli skýrleika.
Við viljum vekja athuga á því að það er mikilvægt að skoða skilmála allra uppbyggingasjóðanna vel, þar sem það geta verið mismunandi reglur á milli landshluta.
Smelltu hér til að nálgast upptöku af fyrirlestrinum.
Næsti fyrirlestur verður haldinn 4. mars kl. 12 og fjallar um notkun gervigreindar við umsóknarskrif.