Háskóla,- iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið hefur sett á laggirnar nýtt átaksverkefni sem kallast „Taktu stökkið“. Markmiðið er að fjölga háskólanemendum og er ungt fólk hvatt til þess að taka stökkið og skrá sig í háskólanám.
Áhersla í háskólanámi er að breytast og er í dag mun auðveldara að velja nám við hæfi, blanda saman ólíkum fögum og fá víðsýnni nálgun á menntun. Ráðuneytið vill með þessu ýta undir háskólanám og hvetja, ekki síður unga karlmennm, til þess að skrá sig til náms en töluverð vöntun hefur verið á karlkyns háskólanemenum síðustu ár. Þá haf kannanir meðal annars gefið til kynna að mun færri útskrifast úr háskólanámi hér á landi miðað við önnur Norðurlönd.
Allir háskólar landsins er sameinaðir á einum stað og það er bæði áhugavert og skemmtilegt að skoða hvaða námsframboð er að finna á milli skólanna.
Smelltu hér fyrir frekari upplýsingar.