Skip to content Skip to footer

Verið velkomin á hátíðarfund Vísinda- og rannsóknarsjóðs Suðurlands, miðvikudaginn 12. febrúar kl. 16.

Vísinda- og rannsóknarsjóður Suðurlands

Hátíðarfundurinn mun fara fram á sal Fjölbrautarskóla Suðurlands á Selfossi og hefst hann kl. 16.

Það verður mikið um dýrðir þegar upplýst verður um styrkhafa Vísinda- og rannsóknarsjóðs Suðurlands en frú Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, mun afhenda styrkinn með formlegum hætti. Að auki mun forseti Íslands afhenda Menntaverðlaun Suðurlands.
 
Tónlistarskóli Árnesinga mun bjóða upp á tónlistaratriði og fyrri styrkhafi mun kynna niðurstöður rannsókna sinna. Fundarstjóri verður Soffía Sveinsdóttir skólameistari FSu.
 
Öll eru velkomin á hátíðarfundinn og hægt er að kynna sér dagskrá fundarins hér fyrir neðan.