Um félagið
Félagið er einkahlutafélag í eigu 14 sveitarfélaga á Suðurlandi auk Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga/SASS og nær það því allt frá Selvogi í vestri austur í Lón.
Framtíðarsýn
Háskólafélagið er helsti samstarfsaðili háskóla, sveitarfélaga, fyrirtækja, stofnana, almennings og ríkisins á sviði menntamála og nýsköpunar á Suðurlandi.
Hlutverk
Háskólafélagið hefur frumkvæði að því að auka búsetugæði á Suðurlandi með því að færa menntun, rannsóknir og nýsköpun nær Sunnlendingum, í samstarfi við samfélagið.
Gildi
Frumkvæði og samstarf
Við skilgreinum fjögur meginmarkmið:
Hverju meginmarkmiði lýsum við nánar með undirmarkmiðum/starfsmarkmiðum:
- Vera í samstarfi við háskóla um sveigjanlegt náms- og kennslufyrirkomulag.
- Þróa námsleiðir með hliðsjón af þörfum íbúa og sunnlensks atvinnulífs.
- Starfrækja viðurkennda prófaþjónustu vítt og breitt um Suðurland.
- Starfrækja eða eiga samstarf um námsver á Suðurlandi.
- Eiga virkt samstarf við Samtök sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) um verkefni Sóknaráætlunar Suðurlands.
- Hafa frumkvæði að þróunarverkefnum, innlendum sem erlendum.
- Fylgja eftir vel heppnuðum verkefnum, t.d. Katla UNESCO Global Geopark
- Stuðla að öflugu nýsköpunarumhverfi á Suðurlandi.
- Eiga virkt samstarf við SASS um nýsköpun.
- Starfa með félögum atvinnulífsins á Suðurlandi.
- Eiga samstarf við rannsókna- og vísindastofnanir, innlendar sem erlendar.
- Starfa með þekkingarsetrum á Suðurlandi að rannsóknum og fræðastarfi.
- Taka þátt í starfi Vísinda- og rannsóknasjóðs Suðurlands.
Tilgangur félagsins er að auka búsetugæði og styrkja efnahag á Suðurlandi með því að;
Miðla
háskólanámi í samvinnu við símenntunarmiðstöðvar á Suðurlandi og í samvinnu við íslenska og erlenda háskóla.
Sérsauma
endurmenntun sem hæfir atvinnulífinu, á eigin vegum eða í samvinnu við aðra.
Samhæfa
og styrkja rannsóknir í fjórðungnum með því að auka samvinnu rannsóknarstofnana og fyrirtækja.
Leita eftir
og miðla erlendri þekkingu með samvinnu við erlenda aðila á sviði menntunar og rannsókna.
Settu þig í samband