Rannsakandi mánaðarins er hluti af verkefninu Atvinnubrú sem hófst með formlegum hætti á vormánuðum 2024.
Með því að kynna til leiks rannsakendur og verkefni þeirra viljum við vekja athygli á þeirri vinnu sem á sér stað á Suðurlandi þegar kemur að rannsóknum. Það eru mörg verkefnin sem unnin eru á bak við tjöldin og finnst okkur skemmtilegt að sýna fram á þá vinnu sem rannsakendur inna af hendi okkur til gagns og upplýsinga. Eins finnst okkur mikilvægt að kynna starf rannsakenda fyrir næstu kynslóð sem mun taka við og sýna fram á hvaða tækifæri liggja á bak við fjölbreytta menntun.
Rannsakendurnir á árinu 2024 eiga það allir sameiginlegt að hafa safnað gögnum úti í sunnlenskri náttúru í alíslensku veðri með rjóðar kynnar og oft á tíðum loppna fingur. En allt þetta er í þágu rannsókna sem nýtast vel á marga vegu og viljum við þakka öllum þátttakendunum sem veittu okkur innsýn í starf sitt á síðasta ári.
Við viljum endilega halda áfram með þessar kynningar og hvetjum áhugasama rannsakendur að vera sambandi við okkur ef þeir vilja taka þátt á þessu ári með því að senda okkur tölvupóst á helga@hfsu.is.
Hér má finna lista yfir þá rannsakendur sem veittu okkur smá nasasjón af starfi sinu 2024:
Apríl: Hugrún Hannesdóttir
Maí: Steinunn Hödd Harðardóttir
Júní: Guðbjörg Ósk Hannesdóttir
Júlí: Lilja Jóhannesdóttir
Ágúst: Tómast Grétar Gunnarsson
September: Ágústa Helgadóttir
Október: Jónas Guðnason
Nóvember: Brynja Hrafnkelsdóttir
Desember: Bjarni Diðrik Sigurðsson
Myndina tók Helga Kristín Sæbjörnsdóttir af tjaldseggi sumarið 2024.